KitchenAid 5K5THSBP Owner's Manual page 46

Stainless steel bowl
Table of Contents

Advertisement

UMHIRÐA OG HREINSUN
MIKILVÆGT: Látið tækið kólna alveg áður en hlutir eru settir á eða teknir af og áður en tækið
er þrifið.
1.
Skálina má þvo í uppþvottavél í efri eða neðri hillu; eða þrífðu hana vandlega í heitu
sápuvatni og skolaðu vandlega áður en þú þurrkar hana.
2.
Settu skálina á hvolf ef hún er þvegin í uppþvottavél.
UMHIRÐA SKÁLAR
Láttu skálina liggja í heitu sápuvatni í 15-20 mínútur eða eins og þarf, áður en hún er sett í
uppþvottavélina.
Skálina má geyma í frysti. Skálin dregur ekki í sig lykt, bragð eða bakteríur frá matvælum.
Þurrkaðu skálina alltaf vandlega fyrir geymslu.
Eftir að skálin hefur verið notuð með hrærivélinni gætu för myndast þar sem skálin festist
við grunneiningu hrærivélarinnar. Þessi för eru eðlileg og hægt er að fjarlægja þau með því
að þrífa þau með grófu hreinsiefni og svampi.
FÖRGUN UMBÚÐAEFNIS
Umbúðaefnisins af ábyrgð og er merkt með endurvinnslutákninu
ýmsu hlutum umbúðaefnisins af ábyrgð og í fullri fylgni við reglugerðir staðaryfirvalda sem
stjórna förgun úrgangs.
ÁBYRGÐARSKILMÁLAR KITCHENAID
(„ÁBYRGÐ")
KitchenAid Europa, Inc., Nijverheidslaan 3, Box 5, 1853 Strombeek-Bever, Belgíu („ábyrgðaraðili") veitir lokakaupanda, sem er
neytandi, ábyrgð samkvæmt eftirfarandi skilmálum.
Ábyrgðin er viðbót við lögbundin ábyrgðaréttindi lokakaupanda gagnvart seljanda vörunnar og hefur engar takmarkanir eða áhrif á
þau. Í stuttu máli kemur fram í lögum nr. 48/2003 um neytendakaup að vörur verði að vera í því ástandi sem þeim er lýst, hæfar fyrir
tilgang sinn og af fullnægjandi gæðum. Ef í ljós kemur að varan er gölluð verður neytandi að tilkynna seljanda um gallann án óþarfa
tafa. Neytandi hefur aldrei skemmri tíma en tvo mánuði til að leggja fram kvörtun.
Lög númer 48/2003 um neytendakaup skýra einnig frá ákveðnum ráðstöfunum sem neytandi getur notað til að vernda rétt sinn, svo
sem:
-
Að halda aftur af greiðslu.
-
Val á milli leiðréttingar eða nýrrar afhendingar.
-
Beiðni um afslátt.
-
Beiðni um riftun.
-
Bótakröfur.
Þessi réttindi eru háð ákveðnum undantekningum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á vefsíðu Neytendastofunnar á
www.neytendastofa.is eða með því að hringja í 00354 510 1100.
1. UMFANG OG SKILMÁLAR ÁBYRGÐARINNAR
a) Ábyrgðaraðili veitir ábyrgð á vörunum sem eru taldar upp í hluta 1.b) sem neytandi hefur keypt frá seljanda eða fyrirtæki frá
KitchenAid-samsteypunni í landi innan evrópska efnahagssvæðisins, eða í Moldóvu, Svartfjallalandi, Rússlandi, Sviss eða
Tyrklandi.
b) Ábyrgðartímabilið fer eftir vörunni sem er keypt og er sem hér segir:
Full ábyrgð í tvö ár frá kaupdegi.
c) Ábyrgðartímabilið hefst á kaupdegi, þ.e. daginn sem kaupandi keypti vöruna frá söluaðila eða fyrirtæki frá
KitchenAidsamsteypunni.
d) Ábyrgðin tryggir að varan skuli vera gallalaus.
e) Ábyrgðaraðili skal veita neytanda eftirfarandi þjónustu undir þessari ábyrgð, eftir ákvörðun ábyrgðaraðila, ef galli kemur í ljós á
ábyrgðartímabilinu:
-
Viðgerð á gölluðu vörunni eða íhlutnum, eða
-
Skipti á gölluðu vörunni eða íhlutnum fyrir nýja. Ef varan er ekki lengur í boði er ábyrgðaraðila heimilt að skipta út vörunni
fyrir jafn dýra eða dýrari vöru.
46
. Því verður að farga hinum

Advertisement

Table of Contents
loading

This manual is also suitable for:

5ksm5ssb

Table of Contents